sunnudagur, 26. apríl 2015

Sumarið er tíminn

Mundu þið eftir því sem ég setti niður? Já nú er sko allt byrja að koma upp úr pottunum og lítur svakalega vel út ! 



Svo er nú komin tími á að fara að græjja kartöflunar já og sumarblómin! Ég setti niður í nokkra potta til viðbótar og svo leyfi ég kartöflunum að spíra svolítið


Á þessu  heimili taka allir þátt í því sem við kemur heimilnu. Hér er hún Sólveig Birna að hjálpa mér að setja Bóndarós í pott.



Svo er það blessaður kartöflugarðurinn.. Hann var svo illa farinn þegar við keyptum húsið að við urðum að láta svartan dúk yfir og hafa hann á í 1 ár til þess að drepa allan arfann sem í honum var. 
Nú er aðkoman svona og þá er bara að stinga hann upp og þá er hægt að setja niður kartöflur !!

Takk fyrir að fylgjast með :)