laugardagur, 10. október 2015

Kartöflugarðurinn hinn mikli

Ég var búin að segja ykkur frá því að ég setti niður kartöflur.. Já ég setti niður 7 kíló af rauðum kartöflum og 3 kg af möndlu kartöflum því mér fannst það spennandi að prófa eitthvað öðruvísi.

Nú er ég LOKSINS búin að taka upp allar kartöflunar og vitir menn ég fékk 150 KÍLÓ af kartöflum. Sem þýðir jú 15 föld uppsera sem verður nú að þykja nokkuð gott..

Þar sem að ég bý, þar voru eitt sinn kartöflugarðar ( fyrir möööörgum árum ). Kannski er það ástæðan fyrir því að ég fékk svona rosalega margar kartöflur..

Hér er smá sýnishorn..

Það var ekkert sérstakt sem að ég gerði nema jú ég skellti yfir nokkrum blákornum og vökvaði þegar það komu nokkrir þurrir dagar í röð. Ég nennti engan vegin að reyta arfa en lét mig þó hafa það í tvö skipti.

Teingdapabbi minn fékk 1/4 af garðinum að láni, þar setti hann niður gullauga. Hann fékk líka mjög fína uppskeru.

Fjölskyldan okkar mun svo sannarlega njóta góðs af þessarri miklu uppseru þar sem að við munum aldrei ná að torga þessu ein.