laugardagur, 16. ágúst 2014

Krukkuæði blogg#13

Það hafa sennilega flestir tekið eftir því að krukkur eru mjög vinsælar núna. Það mætti eiginlega segja að það væri krukkuæði !

Það er fínt að geta endurnýtt krukkur, ég hef m.a. notað þær aftur undir sultu, baðsalt, skrúbba og fleira sem ég hef búið til sjálf. En nýjasta föndrið úr krukkum hjá mér eru kertastjakar. Ég ákvað fyrir einhverja tilviljun að prufa að þæfa utan um krukkur og viti menn það kom svona líka gasalega vel út.

Birtan sem kemur frá þeim er svo þæginleg og það er lítið mál að taka ullina af og skella nýrri á. T.d. ef maður vill breyta um liti.

Ég keypti um daginn nokkur mismunandi kerti í krukkum, raðaði þeim svo á bakka sem að ég keypti frá Lisbeth Dahl. Hér er útkoman. 

Mér finnst þetta svo smart að ég tími ekki að kveikja á kertunum...

Margir hafa skreytt krukkur og notað sem kertastjaka og skreytingar í allskonar veislum. M.a. í brúðkaupsveislum, fermingum o.s.f.v.. Mér finnst alltaf svo gaman að sjá heimatilbúnar skreytingar t.d. eins og þessar.

Hér eru efnisbútar límdir á krukkur og borði svo settur efst á krukkuna. Það er endalaust hægt að leika sér með mismunandi efni, böndum og skrauti.


Mér hefur aldrei nottið þetta í hug en það er meira að segja hægt að setja eftirrétti í krukkur.


Mér finnst svo gaman að skoða hvernig fólk endurvinnur og notar krukkurnar sínar.
Í stað þess að hafa alla þessa hluti allt út um allt er búið að raða þeim snyrtilega í glærar krukkur svo það er hægt að sjá nákvæmlega hvað er í krukkunni fyrir utan það hvað þetta er ótrúlega smart !

Flestir eru með hveitið, sykurinn, kornflexið o.s.fv.. í sínum upphaflegu umbúðum og það jafnvel sullast aðeins úr umbúðunum með tímanum hver kannast ekki við það? Ég er þarf a.m.k. mjög reglulega að þurrka skúffuna þar sem að ég er með bökunardótið mitt.. hvernig væri þá að skella þessu bara í krukkur ? Snyrtilegt, fallegt og þæginlegt.


Takk fyrir að fylgjast með ;*^

miðvikudagur, 13. ágúst 2014

Skartgripahirsla blogg#12

Það eru margar skvísur í vandræðum þegar kemur að því að geyma skartgripina sína. Þeir eiga það til að liggja hér og þar um allt hús.. Ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál. En oftast þá er ég bara löt að ganga frá þeim þangað þar sem að þeir eiga heima.

Ég var hinsvegar í mestu vandræðum þegar kom að stóru hálsmenunum mínum, mér datt engan vegin í hug hvar ég ætti að geyma þá.. Fyrr en ég rakst á eina dömu á pinterest sem nelgdi nagla í vegginn hjá sér og hengdi stóru hálsmenin sín þar upp. Ég pældi mikið í því hvar ég gæti nelgt en mundi svo allt í einu eftir snögunum mínum sem voru akkúrat á henntugum stað.
Tjahh og mér fannst alltaf svo hallærislegt að hafa snaga við hliðina á fataskápnum mínum fyrir aftan snyrtiborðið mitt sem ég notaði aldrei og ég var að spá í því að taka þá niður.. Sem betur fer tók ég þá ekki niður og fann þeim í stað nýjan tilgang.


Þó ég segi sjálf frá þá finnst mér þetta bara koma nokkuð vel út ! :=)

Fínu skartgripirnir mínir (þessir ekta) Eru ofan í skartgripaboxinu mínu eða ennþá í boxinu sem þeir komu í. Eyrnalokkar, minni hálsmeni og armbönd hanga á skartgripahenginu, hringarnir eru svo á hringastandinum (svörtu hendinni) og ofan í hvíta skartgripaboxinu..


Skartgripahirslan mín lítur þá svona út í allri sinni dýrð..
Ég var upphaflega með snyrtidótið mitt á snyrtiborðinu, en þegar ég fór að búa þá færði ég það allt inn á bað. Ég ætlaði svo að selja snyrtiborðið þegar ég og maðurinn minn keyptum húsið okkar því ég fann engann stað fyrir það. En þar sem að það smellpassaði í þetta litla skot þá ákvað ég að halda í það og raða skartgripunum mínum á það =)