Ég var hinsvegar í mestu vandræðum þegar kom að stóru hálsmenunum mínum, mér datt engan vegin í hug hvar ég ætti að geyma þá.. Fyrr en ég rakst á eina dömu á pinterest sem nelgdi nagla í vegginn hjá sér og hengdi stóru hálsmenin sín þar upp. Ég pældi mikið í því hvar ég gæti nelgt en mundi svo allt í einu eftir snögunum mínum sem voru akkúrat á henntugum stað.
Tjahh og mér fannst alltaf svo hallærislegt að hafa snaga við hliðina á fataskápnum mínum fyrir aftan snyrtiborðið mitt sem ég notaði aldrei og ég var að spá í því að taka þá niður.. Sem betur fer tók ég þá ekki niður og fann þeim í stað nýjan tilgang.
Fínu skartgripirnir mínir (þessir ekta) Eru ofan í skartgripaboxinu mínu eða ennþá í boxinu sem þeir komu í. Eyrnalokkar, minni hálsmeni og armbönd hanga á skartgripahenginu, hringarnir eru svo á hringastandinum (svörtu hendinni) og ofan í hvíta skartgripaboxinu..
Skartgripahirslan mín lítur þá svona út í allri sinni dýrð..
Ég var upphaflega með snyrtidótið mitt á snyrtiborðinu, en þegar ég fór að búa þá færði ég það allt inn á bað. Ég ætlaði svo að selja snyrtiborðið þegar ég og maðurinn minn keyptum húsið okkar því ég fann engann stað fyrir það. En þar sem að það smellpassaði í þetta litla skot þá ákvað ég að halda í það og raða skartgripunum mínum á það =)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli