sunnudagur, 12. október 2014

Kökupinnar blogg #16


Ég fékk ansi hreint skemmtilegt verkefni í skólanum í upplýsingatækni, en ég átti semsagt að búa til myndasögu um það sem ég vildi en það var æskilegt að það væri hægt að nota það til kennslu. Þá voru góð ráð dýr.. Í fyrstu datt mér ekkert í hug en svo hugsaði ég til þess hvað ég var ótrúlega lengi að ná því að gera almennilega kökupinna, svo afhverju ekki að nota það? Ég notaði forrit sem heitir Comic Life og skilaði verkefninu á PDF formatti.. en til þess að geta sett þetta hér inn á bloggið varð ég að taka myndir af PDF skjalinu þannig að gæðin eru kanski ekki mjög góð en engu að síðu skemmtilegt ! .. Hvernig væri nú að gera matreiðslubók með svona myndasögu þema?.. 
 



miðvikudagur, 8. október 2014

Strigamyndir DIY blogg #15

Mig langaði svo í fallegar myndir í nýja eldhúsið mitt. En þar sem að ég var ekki alveg að tíma mörgum þúsundköllum í strigamyndir út í búð að þá voru góð ráð dýr..

Ég fann þessar líka fallegu strigamyndir á aliexpress á litla 19 dollara.
Þær komu til mín upprúllaðar og í góðum umbúðum. Ég skoðaði myndirnar vel, fór svo út í búð og keypti ramma hjá framköllunarþjónustunni sem lítur einhvernvegin svona út þegar búið er að setja hann saman. En það eru litlar raufir í hornunum svo spíturnar smellast mjög auðveldlega saman, það þarf ekki að líma neitt bara smella og wola..


Næst var að máta myndina á rammann og sjá svona hvernig ég vildi hafa þetta allt saman.

Síðan strekkti ég myndina yfir rammann og heftaði með heftibyssu fyrir aftan..

Það er hægt að fá fullt af upplýsingum um það hvernig á að strekkja strigamynd á ramma t.d. https://www.youtube.com/watch?v=QkToBRa-O-U

En lokaútkoman er sumsé einhvernvegin svona. Ég er mjög ánægð með útkomuna, eldhúsið fær einhvernvegin meiri svip og verður hlýlegra þegar það eru komnar upp fallegar myndir.

Ekki skemmir það fyrir hvað þær voru ódýrar líka 3 strigamyndir 40*40 á innan við 5000 kall. !