Ég fékk ansi hreint skemmtilegt verkefni í skólanum í upplýsingatækni, en ég átti semsagt að búa til myndasögu um það sem ég vildi en það var æskilegt að það væri hægt að nota það til kennslu. Þá voru góð ráð dýr.. Í fyrstu datt mér ekkert í hug en svo hugsaði ég til þess hvað ég var ótrúlega lengi að ná því að gera almennilega kökupinna, svo afhverju ekki að nota það? Ég notaði forrit sem heitir Comic Life og skilaði verkefninu á PDF formatti.. en til þess að geta sett þetta hér inn á bloggið varð ég að taka myndir af PDF skjalinu þannig að gæðin eru kanski ekki mjög góð en engu að síðu skemmtilegt ! .. Hvernig væri nú að gera matreiðslubók með svona myndasögu þema?..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli