Eins og ég var búin að sýna ykkur þá vorum við búin að setja nýja eldhúsinnréttingu og vorum byrjuð á þvottahúsinu.. Nú er það klárt :=)
Við smíðuðum nýja innréttingu inn í þvottahúsið úr gömlu eldhúsinnréttingunni okkar.
Þannig varð þessi gamla og illa farna eldhús innrétting að............
Þessarri "glænýju" þvottahúsinnréttingu !!
Þar sem að gólfið var bara málað og þvottavélin og þurrkarinn voru á gólfinu áður þá er þetta mikill munur ! :) Við flísalögðum sjálf og púsluðum þessarri líka fínu innrétingu saman sem ég bjóst við að yrði algjört klúður en þetta er bara nokkuð flott að mér finnst.. Þvottagrindurnar passa líka akkúrat undir.. Svo kemur vaskurinn þarna vinstra megin.. Svona þegar maðurinn minn er í stuði til þess að saga út fyrir honum og tengja <3...
Ég átti líka þessa fínu hillu úti í skúr hjá teingdó en ég var víst búin að mála hana hvíta á sínum tíma svo ég pússaði rétt yfir hana og gaf henni svona "old style look" Hún kemur mjög vel út.. En hugmyndin er að kaupa litlar svartar körfur og setja inn í hólfin og geyma smáhluti eins og vettlinga og sokka þar ofan í.
Ég bjó til þessa krítartöflu með því að pússa, grunna og mála þrjár umferðir með krítarmállingu. Svo rammaði ég hana inn með listum sem ég átti til og hafði spreyjað áður. Ég spreyjaði svo aðeins yfir og listana aftur þegar ég var búin að festa þá á og lét spreyjið viljandi fara út á krítartöfluna til skyggingar. Fiðrildin keypti ég á ali express á lítinn pening. Snagarnir voru líka til en þeir fengu líka sprey-meðferð.
mánudagur, 17. nóvember 2014
föstudagur, 7. nóvember 2014
Eggjabakki fær nýtt líf blogg #17
Sæl öll.. mér finnst voðalega gaman að gefa hlutunum nýtt líf.. Ég sá snilldar hugmynd á pinterest þess efnis að nota eggjabakka til skreytingar á inniseríu...
Ferlið var einhvernvegin svona..
Ég safnaði fullt af eggjabökkum..
Svo klippti ég "hólana" út úr eggjabakkanum..
Þar til þeir urðu einhvernvegin svona..
Sjái þið gatið efst á hólnum?... þar klippti ég smá rauf svona u.þ.b. hálfan cm.
Síðan var spreyjað og spreyjað og látið þorna..
Svo var öllum ljósunum komið fyrir inn í hólinn það er auðvelt að koma ljósinu inn þegar búið er að klippa smá rauf svo má auðveldlega loka henni aftur.. Þá er þetta orðið nokkhvurnvegin svona :)
Hún kemur svo vel út <3
Auðvitað var serían sett á besta staðinn á heimilinu <3
Það kemur svo þægileg birta af henni.. Svo rómó og fallegt <3
Þar til næst - J
Ferlið var einhvernvegin svona..
Ég safnaði fullt af eggjabökkum..
Svo klippti ég "hólana" út úr eggjabakkanum..
Þar til þeir urðu einhvernvegin svona..
Sjái þið gatið efst á hólnum?... þar klippti ég smá rauf svona u.þ.b. hálfan cm.
Síðan var spreyjað og spreyjað og látið þorna..
Svo var öllum ljósunum komið fyrir inn í hólinn það er auðvelt að koma ljósinu inn þegar búið er að klippa smá rauf svo má auðveldlega loka henni aftur.. Þá er þetta orðið nokkhvurnvegin svona :)
Hún kemur svo vel út <3
Það kemur svo þægileg birta af henni.. Svo rómó og fallegt <3
Þar til næst - J
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)