Ferlið var einhvernvegin svona..
Ég safnaði fullt af eggjabökkum..
Svo klippti ég "hólana" út úr eggjabakkanum..
Þar til þeir urðu einhvernvegin svona..
Sjái þið gatið efst á hólnum?... þar klippti ég smá rauf svona u.þ.b. hálfan cm.
Síðan var spreyjað og spreyjað og látið þorna..
Svo var öllum ljósunum komið fyrir inn í hólinn það er auðvelt að koma ljósinu inn þegar búið er að klippa smá rauf svo má auðveldlega loka henni aftur.. Þá er þetta orðið nokkhvurnvegin svona :)
Hún kemur svo vel út <3
Það kemur svo þægileg birta af henni.. Svo rómó og fallegt <3
Þar til næst - J
Engin ummæli:
Skrifa ummæli