Rauði löberinn var líka settur á nokkur borð í bústaðnum.
Ég keypti kerti hjá Fjöliðjunni í Borgarnesi þar sem ég er búin að vera að vinna í sumar. En þar taka þau á móti gömlum kertum sem þau bræða svo niður og búa til ný. Þau eru seld mjög ódýr og því tilvalið að kaupa kerti þar til að nota í skreytingar.
Ég gerði mér ferð í Bónus í Hveragerði sama dag og veislan var haldin og keypti blómvönd sem ég skipti niður í vasana. Það koma bara mjög vel út.
Ég bauð upp á dýrindis kjúklingasúpu og brauð með smjöri og lakkrís og berja salti sem ég keypti hjá Landnámssetri Íslands í Borgarnesi. Svo var að sjálfsögðu kaka í eftirrétt. Kökuna keypti ég hjá Almar bakarí í Hveragerði og hún var líka svona ljómandi flott og góð.
Takk fyrir að fylgjast með <3