fimmtudagur, 16. júlí 2015

Ódýrar skreytingar

Unnustinn minn hann Ingólfur fagnaði nýlega 30 árunum. Við héldum smá veislu í bústað í Ölfusborgum. Mig langaði að gera skreytingar sem kostuðu ekki handleggi. Ég átti til nokkrar frosh flöskur og rauðan löber síðan ég veit eki hvenær ... ég setti löberinn utan um flöskurna og tróð ofan í flöskuna sjálfa, síðan batt ég borða utan um.

Rauði löberinn var líka settur á nokkur borð í bústaðnum.


Ég keypti kerti hjá Fjöliðjunni í Borgarnesi þar sem ég er búin að vera að vinna í sumar. En þar taka þau á móti gömlum kertum sem þau bræða svo niður og búa til ný. Þau eru seld mjög ódýr og því tilvalið að kaupa kerti þar til að nota í skreytingar.


Ég gerði mér ferð í Bónus í Hveragerði sama dag og veislan var haldin og keypti blómvönd sem ég skipti niður í vasana. Það koma bara mjög vel út. 



Ég bauð upp á dýrindis kjúklingasúpu og brauð með smjöri og lakkrís og berja salti sem ég keypti hjá Landnámssetri Íslands í Borgarnesi. Svo var að sjálfsögðu kaka í eftirrétt. Kökuna keypti ég hjá Almar bakarí í Hveragerði og hún var líka svona ljómandi flott og góð.


Takk fyrir að fylgjast með <3

Engin ummæli:

Skrifa ummæli