miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Aðventuskreytingar

Nú styttist óðum í aðventuna, enda fyrsti í aðventu næsta sunnuda. Því var mál til komið að fara að skreyta eitthvað.

Mér finnst ótrúlega gaman að búa til mitt eigið skraut. Ég fór í Skallagrímsgarð og týndi þar köngla, fór með þá heim og þreif þá og þurrkaði í ofninum á 150 gráðum í 15 mínútur.
Síðan keypti ég mér kork hring og kertaglös með próni. Ég stakk kertaglösunum niður í hringinn og límdi könglana á hringin. Síðan setti ég silfurlitað skraut ofan í miðjuna á kranisnum. Útkoman var æðisleg.

Á svarta kertabakkanum er skraut sem ég átti fyrir, kertaglösin átti ég sjálf, jólasveininn fékk ég eitt sinn í jólagjöf og arininn gaf móðir mín mér þegar ég byrjaði að búa.

Það er alltaf gaman þegar gömlu hlutirnir fá að njóta sín ár eftir ár. 
Mér finnst líka klassík að nota áfram hversdagslegu hlutina og gefa þeim smá pimp fyrir jólin.


sunnudagur, 8. nóvember 2015

Jólakrans

Nú eru jólin á næsta leiti og nú þegar eru flestar búðir orðnar stútfullar af jólaskrauti.
Jólabarnið er að lifna við inni í mér og því varð ég að gera eitthvað í því og það strax !



Ég ákvað því að föndra smá í dag.. hrikalega auðvelt!
Ég tók herðatré í sundur, mótaði hring úr því eða svona nokkhvernvegin hring.. og þræddi kúlurnar uppá eina í einu, lokaði svo herðatrénu og nú er hægt að hengja kransinn upp hvar sem er eða láta hann liggja á borði. Þetta tekur lítinn tíma og er mjög auðvelt.