miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Aðventuskreytingar

Nú styttist óðum í aðventuna, enda fyrsti í aðventu næsta sunnuda. Því var mál til komið að fara að skreyta eitthvað.

Mér finnst ótrúlega gaman að búa til mitt eigið skraut. Ég fór í Skallagrímsgarð og týndi þar köngla, fór með þá heim og þreif þá og þurrkaði í ofninum á 150 gráðum í 15 mínútur.
Síðan keypti ég mér kork hring og kertaglös með próni. Ég stakk kertaglösunum niður í hringinn og límdi könglana á hringin. Síðan setti ég silfurlitað skraut ofan í miðjuna á kranisnum. Útkoman var æðisleg.

Á svarta kertabakkanum er skraut sem ég átti fyrir, kertaglösin átti ég sjálf, jólasveininn fékk ég eitt sinn í jólagjöf og arininn gaf móðir mín mér þegar ég byrjaði að búa.

Það er alltaf gaman þegar gömlu hlutirnir fá að njóta sín ár eftir ár. 
Mér finnst líka klassík að nota áfram hversdagslegu hlutina og gefa þeim smá pimp fyrir jólin.


sunnudagur, 8. nóvember 2015

Jólakrans

Nú eru jólin á næsta leiti og nú þegar eru flestar búðir orðnar stútfullar af jólaskrauti.
Jólabarnið er að lifna við inni í mér og því varð ég að gera eitthvað í því og það strax !



Ég ákvað því að föndra smá í dag.. hrikalega auðvelt!
Ég tók herðatré í sundur, mótaði hring úr því eða svona nokkhvernvegin hring.. og þræddi kúlurnar uppá eina í einu, lokaði svo herðatrénu og nú er hægt að hengja kransinn upp hvar sem er eða láta hann liggja á borði. Þetta tekur lítinn tíma og er mjög auðvelt.

laugardagur, 10. október 2015

Kartöflugarðurinn hinn mikli

Ég var búin að segja ykkur frá því að ég setti niður kartöflur.. Já ég setti niður 7 kíló af rauðum kartöflum og 3 kg af möndlu kartöflum því mér fannst það spennandi að prófa eitthvað öðruvísi.

Nú er ég LOKSINS búin að taka upp allar kartöflunar og vitir menn ég fékk 150 KÍLÓ af kartöflum. Sem þýðir jú 15 föld uppsera sem verður nú að þykja nokkuð gott..

Þar sem að ég bý, þar voru eitt sinn kartöflugarðar ( fyrir möööörgum árum ). Kannski er það ástæðan fyrir því að ég fékk svona rosalega margar kartöflur..

Hér er smá sýnishorn..

Það var ekkert sérstakt sem að ég gerði nema jú ég skellti yfir nokkrum blákornum og vökvaði þegar það komu nokkrir þurrir dagar í röð. Ég nennti engan vegin að reyta arfa en lét mig þó hafa það í tvö skipti.

Teingdapabbi minn fékk 1/4 af garðinum að láni, þar setti hann niður gullauga. Hann fékk líka mjög fína uppskeru.

Fjölskyldan okkar mun svo sannarlega njóta góðs af þessarri miklu uppseru þar sem að við munum aldrei ná að torga þessu ein.

fimmtudagur, 16. júlí 2015

Ódýrar skreytingar

Unnustinn minn hann Ingólfur fagnaði nýlega 30 árunum. Við héldum smá veislu í bústað í Ölfusborgum. Mig langaði að gera skreytingar sem kostuðu ekki handleggi. Ég átti til nokkrar frosh flöskur og rauðan löber síðan ég veit eki hvenær ... ég setti löberinn utan um flöskurna og tróð ofan í flöskuna sjálfa, síðan batt ég borða utan um.

Rauði löberinn var líka settur á nokkur borð í bústaðnum.


Ég keypti kerti hjá Fjöliðjunni í Borgarnesi þar sem ég er búin að vera að vinna í sumar. En þar taka þau á móti gömlum kertum sem þau bræða svo niður og búa til ný. Þau eru seld mjög ódýr og því tilvalið að kaupa kerti þar til að nota í skreytingar.


Ég gerði mér ferð í Bónus í Hveragerði sama dag og veislan var haldin og keypti blómvönd sem ég skipti niður í vasana. Það koma bara mjög vel út. 



Ég bauð upp á dýrindis kjúklingasúpu og brauð með smjöri og lakkrís og berja salti sem ég keypti hjá Landnámssetri Íslands í Borgarnesi. Svo var að sjálfsögðu kaka í eftirrétt. Kökuna keypti ég hjá Almar bakarí í Hveragerði og hún var líka svona ljómandi flott og góð.


Takk fyrir að fylgjast með <3

mánudagur, 1. júní 2015

Sumarlegt

Nú er sumarið í hámarki og mér fannt ekki alveg nógu sumarlegt hjá mér..
Ég keypti mér gervi rósir á aliexpress. 17 stk. hingað komnar á innan við 1500 kr- Mér finnst þær gjörsamlega fabjölöss!!


Ég pimpaði líka aðeins upp á sjónvarpsvegginn hjá okkur. Greinarnar og kertin fékk ég í IKEA, myndirnar á veggnum gaf teingdamóðir mín mér  en hún hefur mjög góðan smekk á öllu því sem við kemur heimilinu þá sérstaklega gardínum. Ég er ein af þeim sem þarf alveg mannin með sér þegar þarf að velja gardínur og þá kemur hún sterk inn.

Takk fyrir að fylgjast með <3

sunnudagur, 26. apríl 2015

Sumarið er tíminn

Mundu þið eftir því sem ég setti niður? Já nú er sko allt byrja að koma upp úr pottunum og lítur svakalega vel út ! 



Svo er nú komin tími á að fara að græjja kartöflunar já og sumarblómin! Ég setti niður í nokkra potta til viðbótar og svo leyfi ég kartöflunum að spíra svolítið


Á þessu  heimili taka allir þátt í því sem við kemur heimilnu. Hér er hún Sólveig Birna að hjálpa mér að setja Bóndarós í pott.



Svo er það blessaður kartöflugarðurinn.. Hann var svo illa farinn þegar við keyptum húsið að við urðum að láta svartan dúk yfir og hafa hann á í 1 ár til þess að drepa allan arfann sem í honum var. 
Nú er aðkoman svona og þá er bara að stinga hann upp og þá er hægt að setja niður kartöflur !!

Takk fyrir að fylgjast með :)

laugardagur, 28. febrúar 2015

Sett niður í potta

Mér hefur lengi langað til þess að prufa að rækta mín eigin blóm. Ég fór því í blómaval og keypti mér fræ og setti í nokkra potta. Nú er bara að vona það besta!

Í silfurlitaða pottinum er melónutré, í eggjabökkunum eru hvít lítil blóm (man ekki hvað heitir), í svörtu litlu pottunum eru rabbabarafræ. (Það eru fleiri pottar í örðum glugga).

Vonandi heppnast þetta ágætlega.