laugardagur, 12. júlí 2014

Handavinna, blogg#9

Ég hef ofboðslega gaman af handavinnu þá sérstaklega að prjóna.
Það var hún föðuramma mín og móður afiminn sem að kenndu mér að prjóna. Ég hef verið 4 ára gömul þegar amma kenndi mér svokallað hundafit. Svo fljótlega fór ég að prjóna mottur fyrir barbídúkkurnar mínar og trefla í öllum stærðum og gerðum. Svo komu húfurnar hverjar á fætur annarri og svona þróaðist þetta.
Í dag fæ ég svokölluð prjónaköst, mér dettur kanski í hug að prjóna eina peysu og ég klára hana á nokkrum dögum svo líða kanski einhverjar vikur þar til ég prjóna næst..
Það síðasta sem ég prjónaði var peysa á sjálfa mig. Hún heitir ,,Prýði" og hana er að finna í bókinni ,,Prjónað úr íslenskri ull"


Mig vanntaði nefninlega einhverja svona fínni peysu á mig sjálfa fyrir sveitabrúðkaup sem að við erum að fara í seinna í mánuðinum svo ég skellti mér bara í það að prjóna peysu á mig og ég er mjög sátt við útkomuna. Ég held að þessi verði mikið notuð.


Ég hef gaman að því að vinna með lopa, ég hef svolítið verið að þæfa, þá aðalega blóm sem ég bý svo til seríur úr. Ein jólin fengu allir blómaseríu í jólagjöf og það vakti sko mikla lukku, enda er alltaf gaman að fá fallegar heimatilbúnar gjafir að gjöf.
Uppskriftin af þeim er einföld, maður einfaldlega þæfir í kringum golfkúlur, setur svo kúlurnar í nælon sokk, bindur fyrir og hendir í þvottavélina. Það er mjög gott og gáfulegt að setja nokkur handklæði með þá heyrist ekki eins mikið hljóð.. Svo leyfir maður þessu að þorna í rólegheitunum og tekur svo úr sokkunum og klippir í X tekur golfkúluna úr og gerir svo gat hinu megin stingur ljósinu af seríunni í gegn og saumar svo í kring.

Það verður ekki lengra í bili :) Þar til næst lifið heil.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli