miðvikudagur, 23. júlí 2014

örbylgjukaka blogg#11

Stundum langar manni í nýbakaða köku og nennir samt eiginlega ekki að fara að standa í því að baka .. Þá er fínt að geta hennt í eina passlega stóra köku (henntar fyrir 2-3)

Uppskrift

4 msk hveiti
4. msk sykur
1 msk kakó
2 egg
3 msk mjólk
3 msk bráðið smjör
3 msk súkkulaðispænir
1 tsk vanilludropar


Ok blandið öllu nema súkkulaði spænunum vel saman, setjið súkkulaðispænirnar út í alveg í restina og blandið varlega saman við.

Skellið þessu í eitthvað mót sem þolir örbylgju, ég mæli með því að smyrja það aðeins með smjöry fyrst eða nota panam sprey..
Svo bara skelliði þessu í örbylgjuna á hæsta hita.. tekur um 3-5 mín fer eftir því hversu hátt örbylgjuofninn fer.. minn er 700w og þurfti kakan um 5 mín.. Fínt að byrja á 3 mín og stinga prjóni í miðjuna og fylgjast vel með..

Hvað er svo betra með glænýrri köku heldur en ískaldur ís.. mmmmmmmm..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli