Þessi innrétting er upprunaleg og hafði verið í húsinu síðan það var byggt árið 1975. Allar lamirnar voru ónýtar og hurðarnar lágu einhvernvegin samanpúslaðar á hjörunum. Við byrjuðum á því að taka allar hurðarnar af og röðuðum allra nauðsynlegasta dótinu okkar í eldhúsið hitt fékk að dúsa ofan í kassa. Síðan fórum við í verðkönnun, við komumst að því að besta verðið sem við fengum í nýja innréttingu var hjá parki.is þeir buðu okkur fallega innréttingu og átti biðtíminn að vera 5 vikur.
Eftir 6 vikur bólaði ekkert á innréttingunni okkar og hún hafði ekki einu sinni farið í pönntun, því þeir þurfa að fylla heilann gám til þess að pannta og það var ekki næg eftirpsurn hjá þeim. En þar sem að við höfðum beðið svo lengi fengum við að koma og velja hvaða innréttingu sem er og greiða fyrir hana sama verð og um var talað áður.
Við slógum til. En biðin hófst aftur, það klúðraðist eitthvað hjá framleiðslunni og pirringurinn var vægast sagt mikill! En allt kom fyrir ekkert innréttinginn kom eftir 6.5 mánaða bið!
Við rifum út gamla eldhúsið, það var lítið mál því það var ónýtt og allt farið að ryðga niður.
Ekki nóg með að það hafi verið viðbjóðis dúkur á gólfinu heldur var korkur líka á gólfinu sem varð að fara.. já og á veggnum þar sem svarta skilið er þar var dúkur og límið undan því var helvíti erfitt að skrapa af..
Næst var öllu sópað út og síðan var allt málað.
Við kunnum ekki að flísaleggja svo við fengum Gunna múrara til þess að flísaleggja en gólfflísarnar höfðum við keypt á sama tíma og innréttinguna hjá parki.is. Hann kenndi okkur að flísaleggja svo við gætum gert það sjálf inni í þvottahúsi.
Hann var ekki lengi að þessu maðurinn svo kom innréttingin og þá var hafist handa við að setja hana upp því að allir skáparnir komu samansettir svo við héldum að þetta væri nú lítið mál.
En nei þá voru engar leiðbeiningar með og ekki ein skrúfa eða vinkill til þess að festa allt saman.. innréttingin er ekki á löppum og þurftum við því að smíða sökkulinn frá grunni.
Við gáfumst upp á þessu og fengum til okkar smið sem græjjaði þetta fyrir okkur á 3 dögum.
Við keyptum span-helluborð og ofn umbúðarlaust í Elko á rétt rúmar 100 þúsund krónur =)
Svo fórum við í Múrbúðina þar keyptum við blöndunartæki og vask á fínu verði.
Það er þvílikur munur að vera komin með almennileg blöndunartækið á heimilið. Það munar öllu að vera með svona sprautu t.d. þegar maður er að þrífa ofnplöturnar og grindurnar.
Jæja sagan heldur áfram þá var innréttingin komin upp en þá var að flísaleggja sökkulinn og vegginn fyrir ofan helluborðið og út í gluggakistu, það var prógram útaf fyrir sig að velja réttu flísarnar á vegginn. Við fengum Gunna múrara aftur til þess að græjja þetta fyrir okkur því við vildum hafa eldhúsið alveg "spottless"
Þá var loksins hægt að fara að dúllast eitthvað í eldhúsinu. Frúnni vannst þó eitthvað skrítið því eldhúsborðið sem við áttum var lítið og svart og var engan vegin að passa inn í lúkkið á eldhúsinu. Svo ég keypti notað gler-eldhúsborð og fór svo í Ikea og keypti eldhússtóla.
ahh þá var hægt að anda léttar og allt tilbúið lokisins <3
Klukkuna fékk ég í Rúmfatalagernum, körfuna með bönununum keypt ég á Spáni fyrir löngu síðan. Plattinn sem er á eldhúsborðinu er frá LisbethDahl og kertin og spjótin sem eru á bakkanum eur úr Rúmfó.
Ég er gjörsamlega í skýjunum með eldhúsið mitt. Næsta verkefni er þegar hafið og er það þvottahúsið, en við ætlum að nota gömlu ljótu innréttinguna sem var í elhdúsinu í það verkefni. Við eurm búin að flísaleggja í þvottahúsinu og búrinu alveg sjálf. Gunni meistari kenndi okkur að flísaleggja og vitiði að það er bara mjög lítið mál !
Núna eurm við að byrja að setja innréttinguna upp. En í þvottahúsinu verður vaskur, og svo borðplata í borðhæð þar sem að þvottavélin og þurrkarinn verða uppá. Svo verður óhreinatauið geymt fyrir neðan.
-Þar til næst ást&friður - Jóhanna <3
Engin ummæli:
Skrifa ummæli