laugardagur, 20. september 2014

Súkkulaðimús blogg#15

Súkkulaðimús ala Jóhanna

 Hvað er betra en súkkulaðisprengja og ber? mmm.. þetta er það besta sem að ég fæ og þetta er svo einfalt !
Súkkulaðimús hljómar eins eftirréttur sem maður fær bara á 5 stjörnu veitingastað en þetta þarf ekki að vera flókið !

Ég bræddi saman 1 plötu af suðusúkkulaði og sirka 1 deselíter af rjóma.. svo þegar allt var bráðnað bætti ég við 4 kókosbollum og hrært vel í svo er gumsið látið kólna inni í ísskáp í svolítinn tíma. Svo er bara að setja þau ber sem að manni finnst góð neðst í skálina ég notaði vínber og jarðaber og svo hella súkkulaðigumsinu yfir og skreyta. Ég skar niður prins póló og setti út í.

Þessi skammtur myndi eflaust duga fyrir 6 manns ef notaðar væru minni skálar. En þar sem að við erum bæði mjög mikið fyrir súkkulaði og þegar græðgin er mikil þá borðuðum við þetta nú bara tvö yfir góðri bíómynd.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli