Ég ætla að deila því með ykkur, hvernig ég bý til svona myndakerti.
Ég byrja auðvitað á því að finna mynd og prennta hana út á venjulegan A4 pappír og klippi hana út eins og ég vil hafa hana á kertinu.
Næst legg ég myndina ofan á kertið og stilli myndina eins og ég vil hafa hana.
Svo tek ég smjörpappír og legg yfir myndina.
Svo strauja ég létt yfir ATH! að strauja ekki of mikið !!
Svo tek ég smjörpappírinn, varlega af ! .. ef myndin hefur ekki farið inn í kertið almennilega þá má leggja smjörpappírinn yfir aftur og strauja. Það er auðveldast að nota hvít kerti. Því liturinn á það til að koma í gegn á lituðu kertunum. Því verður að passa það sérstaklega vel með lituð kerti að strauja alls ekki of mikið. En það er minni hætta á því að klúðra ef maður notar hvítt kerti.
Svona líta þá kertin út þegar þetta er búið. Það er mjög gott að spreyja glæru lakki yfir þá er í lagi að kveikja á kertunum. En ef það er ekki gert þá myndi ég ekki kveikja á kertunum.. En hver tímir því að kveikja á svona kerti ?
Það er hægt að nota sömu aðferð með t.d. servíettum og lakka svo yfir það er líka mjög töff og eitthvað sem ég á klárlega eftir að prufa. Hver vill ekki eiga svona kerti ? .. Mjög persónuleg, falleg og öðruvísi. Takk fyrir mig <3