föstudagur, 27. júní 2014

Persónuleg kerti, blogg#8

Það er alltaf gaman að gefa heimatilbúnar gjafir, og hvað er fallegra en fallegt kerti ? Maður á aldrei nóg af kertum og möguleikarnir eru endalausir.

Ég ætla að deila því með ykkur, hvernig ég bý til svona myndakerti.


Ég byrja auðvitað á því að finna mynd og prennta hana út á venjulegan A4 pappír og klippi hana út eins og ég vil hafa hana á kertinu.


Næst legg ég myndina ofan á kertið og stilli myndina eins og ég vil hafa hana.


Svo tek ég smjörpappír og legg yfir myndina.
Svo strauja ég létt yfir ATH! að strauja ekki of mikið !!

Svo tek ég smjörpappírinn, varlega af ! .. ef myndin hefur ekki farið inn í kertið almennilega þá má leggja smjörpappírinn yfir aftur og strauja. Það er auðveldast að nota hvít kerti. Því liturinn á það til að koma í gegn á lituðu kertunum. Því verður að passa það sérstaklega vel með lituð kerti að strauja alls ekki of mikið. En það er minni hætta á því að klúðra ef maður notar hvítt kerti.


 Svona líta þá kertin út þegar þetta er búið. Það er mjög gott að spreyja glæru lakki yfir þá er í lagi að kveikja á kertunum. En ef það er ekki gert þá myndi ég ekki kveikja á kertunum.. En hver tímir því að kveikja á svona kerti ?


Það er hægt að nota sömu aðferð með t.d. servíettum og lakka svo yfir það er líka mjög töff og eitthvað sem ég á klárlega eftir að prufa. Hver vill ekki eiga svona kerti ? .. Mjög persónuleg, falleg og öðruvísi. Takk fyrir mig <3

laugardagur, 21. júní 2014

Ódýr myndarammi, blogg#7

Ég átti til svo mikið af gömlum geisladiskum sem ég er löngu hætt að hlusta á, og í staðinn fyrir að henda þeim í ruslið þá ákvað ég að föndra aðeins með þá. Ég hugsaði með mér hvað bakhliðin á geisladiskum væri í raun flottur bakgrunnur t.d. fyrir myndir, svo ég fór að prufa mig áfram...
Hér er mynd af útkomunni.

          Ég byrjaði á því að raða geisladiskunum eins og ég myndi vilja láta myndaramman vera, og límdi þá síðan saman með límbyssu. Síðan klippti ég til myndirnar sem ég var búin að velja og límdi þær á með uhu lími. Svo lýmdi ég lyklakippuhring efst á efstu diskana með límbyssunni svo það er hægt að hengja upp ramman líka nú eða láta hann standa á hillu eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Ég gaf teingdó þenann myndaramma í jólagjöf og hún var rosalega ánægð

Mér finnst svo gaman að gefa persónulegar gjafir sem ég hef búið til sjálf og það er alltaf gaman þegar fólk hefur gaman að því líka.

Mig langar rosalega mikið að prufa að brjóta geisladiska og búa til mósaík listaverk, ég geri það kanski næst ! :)

Takk fyrir frábærar viðtökur !! :D


föstudagur, 20. júní 2014

Fataskápur, fyrir/eftir, blogg#6

Mér leist ekkert á fataskápinn í nýja húsinu okkar, ég hugsaði mikið um það að kaupa nýjan en í staðin fyrir að rjúka út í búð og versla nýjan fataskáp þá ákvað ég að mála hann og voooola hann er orðin eins og nýr. Svona leit hann út fyrir breytingar, og áður en við fluttum inn í húsið.



Við tókum allar hurðirnar af og fórum með þær út í skúr, Ég málaði skápinn að innan (hann var eins á litinn og að utan.
Næst tók ég allar lamir og festingar af skápahurðunum, málaði svo allar skápahurðirnar 3 sinnum hvoru megin. Næst spreyjaði ég yfir þær með háglas hvítu spreyji og voola svona er útkoman.

Allt annað líf ekki satt? Hann nýtur sín mun betur núna. Hann er eins að innan og að utan og er nánast orðin eins og nýr. Ég spreyjaði húnana gull litaða og þar sem að við erum með gull litað þema inni í herberginu okkar þá passar þetta akkurat við allt.


Við notuðum afgangs málingu til þess að mála skápahurðirnar frá því að við máluðum alla íbúðina svo eini kostnaðurinn við þetta make-over voru spreyin 2 sem ég notaði til þess að spreyja hurðirnar og hurðahúnana.

mánudagur, 2. júní 2014

Gamlir hlutir verða eins og nýir, blogg#5


Það má endurvinna og lappa upp á gamla hluti og gera þá eins og nýja.

Hér eru t.d. myndir af tveimur styttum sem ég keypti á 1000 krónur stykkið í Góða hirðinum, ég spreyjaði þær og þær eru eins og nýjar. Ég sé eftir því núna að hafa ekki tekið fyrir/eftir mynd til þess að geta sýnt ykkur en þessar kvennsur voru stein gráar á litinn og litu út fyrir að vera mjög illa farnar.



















Það má finna ýmislegt fallegt á nytjamörkuðum. Á laugardaginn síðasta fór ég á nytjamarkað körfuknattleiksdeildar Skallagríms og fann þar þrjá fallega kertastjaka sem ég spreyjaði og þeir eru eins og nýjir, núna vanntar mig bara falleg kerti til þess að setja ofan á :)


















Hér er mynd af hillunni sem ég er með í stofunni fyrir ofan hornsófann. Það þarf ekki að kosta mikið af hafa fallegt í kringum sig. Ég tala nú ekki um ef maður rekst á fallega notaða hluti sem hægt er að gera eins og nýja.

Hillan sem ég er með í stofunni er bara venjuleg svarbrún IKEA hilla sem er klædd með efni, ég á reyndar ekki heiðurinn af hillunni en þetta er frábær hugmynd samt sem áður og kemur einstaklega vel út  !

Takk fyrir frábærar viðtökur kæru lesendur.
-Jóhanna