mánudagur, 2. júní 2014

Gamlir hlutir verða eins og nýir, blogg#5


Það má endurvinna og lappa upp á gamla hluti og gera þá eins og nýja.

Hér eru t.d. myndir af tveimur styttum sem ég keypti á 1000 krónur stykkið í Góða hirðinum, ég spreyjaði þær og þær eru eins og nýjar. Ég sé eftir því núna að hafa ekki tekið fyrir/eftir mynd til þess að geta sýnt ykkur en þessar kvennsur voru stein gráar á litinn og litu út fyrir að vera mjög illa farnar.



















Það má finna ýmislegt fallegt á nytjamörkuðum. Á laugardaginn síðasta fór ég á nytjamarkað körfuknattleiksdeildar Skallagríms og fann þar þrjá fallega kertastjaka sem ég spreyjaði og þeir eru eins og nýjir, núna vanntar mig bara falleg kerti til þess að setja ofan á :)


















Hér er mynd af hillunni sem ég er með í stofunni fyrir ofan hornsófann. Það þarf ekki að kosta mikið af hafa fallegt í kringum sig. Ég tala nú ekki um ef maður rekst á fallega notaða hluti sem hægt er að gera eins og nýja.

Hillan sem ég er með í stofunni er bara venjuleg svarbrún IKEA hilla sem er klædd með efni, ég á reyndar ekki heiðurinn af hillunni en þetta er frábær hugmynd samt sem áður og kemur einstaklega vel út  !

Takk fyrir frábærar viðtökur kæru lesendur.
-Jóhanna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli