Næst tók ég allar lamir og festingar af skápahurðunum, málaði svo allar skápahurðirnar 3 sinnum hvoru megin. Næst spreyjaði ég yfir þær með háglas hvítu spreyji og voola svona er útkoman.
Allt annað líf ekki satt? Hann nýtur sín mun betur núna. Hann er eins að innan og að utan og er nánast orðin eins og nýr. Ég spreyjaði húnana gull litaða og þar sem að við erum með gull litað þema inni í herberginu okkar þá passar þetta akkurat við allt.
Við notuðum afgangs málingu til þess að mála skápahurðirnar frá því að við máluðum alla íbúðina svo eini kostnaðurinn við þetta make-over voru spreyin 2 sem ég notaði til þess að spreyja hurðirnar og hurðahúnana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli