laugardagur, 21. júní 2014

Ódýr myndarammi, blogg#7

Ég átti til svo mikið af gömlum geisladiskum sem ég er löngu hætt að hlusta á, og í staðinn fyrir að henda þeim í ruslið þá ákvað ég að föndra aðeins með þá. Ég hugsaði með mér hvað bakhliðin á geisladiskum væri í raun flottur bakgrunnur t.d. fyrir myndir, svo ég fór að prufa mig áfram...
Hér er mynd af útkomunni.

          Ég byrjaði á því að raða geisladiskunum eins og ég myndi vilja láta myndaramman vera, og límdi þá síðan saman með límbyssu. Síðan klippti ég til myndirnar sem ég var búin að velja og límdi þær á með uhu lími. Svo lýmdi ég lyklakippuhring efst á efstu diskana með límbyssunni svo það er hægt að hengja upp ramman líka nú eða láta hann standa á hillu eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Ég gaf teingdó þenann myndaramma í jólagjöf og hún var rosalega ánægð

Mér finnst svo gaman að gefa persónulegar gjafir sem ég hef búið til sjálf og það er alltaf gaman þegar fólk hefur gaman að því líka.

Mig langar rosalega mikið að prufa að brjóta geisladiska og búa til mósaík listaverk, ég geri það kanski næst ! :)

Takk fyrir frábærar viðtökur !! :D


Engin ummæli:

Skrifa ummæli