fimmtudagur, 29. maí 2014

Sniðugt fyrir baðherbergið, blogg#4

Við erum nýflutt í eldra hús og hér er frekar lítið baðherbergi og ég hef verið að leita úrlausna á ýmsum atriðum, á pinterest rakst ég á nokkrar frábærar hugmyndir varðandi mitt vandamál sem mig langar til þess að nota á mínu heimili einhvetíman og á sama tíma deila með ykkur :)

Ef maður hefur enga hillu við baðið til þess að setja t.d. sjampó, sápur o.s.f.v..  Má einfaldlega skella annarri þrýstistöng á bakvið hina og hengja á hana körfur með ýmsu baðdóti.


Þetta finnst mér algjör snilld og það verður mitt fyrsta verk að redda mér þrýstistöng sem passar í baðskápinn og jafnvel í eldhússkápinn líka.. Ég ólíkt sumum geymi nefninlega hreinsiefnin sem ég nota á baðinu inni á baði fyrir neðan vaskinn og þetta er frábær leið til þess að bæta við annarri hæð og skapa meira rími fyrir ýmislegt annað dót.


Ef maður er í vandræðum með það hvar skal geyma sléttujárnið er einfaldlega hægt að nota bút af rafmagnsröri og festa á innanverða hurðina t.d. með límbyssu eða nota pappann sem er innan í klósettrúllunni.

,

Þar til næst -- 

mánudagur, 26. maí 2014

Uppáhalds húsráðin mín, blogg#3

Síðan ég byrjaði að búa þá hef ég lært ýmis húsráð aðalega af ömmu minni, sem hafa mörg hver auðveldað mér heimilislífið til muna.

1# Uppáhalds húsráðið mitt er þegar ég brýt saman rúmföt þá brýt ég saman sænguverin og set þau síðan inn í koddaverin, ég var nefninlega alltaf að týna koddaverunum en núna gerist það aldrei :)



2# Oft þegar ég kveiki á kertum þá lendi ég í vandræðum með stóru kertin mín sem hafa brunnið svolítið niður og erfitt er að ná að kveikja á, þá næ ég mér í ósoðið spagettí og kveiki í því og síðan í kertinu.



3# Ég þoli ekki umbúðir sem eru pakkaðar inn með harðplasti það er ómögulegt að rífa þær og bölvað basl að klippa þær. Ég sá ömmu mína einu sinni nota dósaupptakara til þess að opna slíkar umbúðir það er algjör snilld.

4# Besta leiðin til þess að ná lit af húð t.d. augabrúnalit eða hárlit er að nota ösku af sígarettu og nokkra dropa af vatni og nudda vel, ég veit að það hljómar ekkert gasalega smart en það svínvirkar

5# Brúnkukrem hver kannast ekki við það að verða alltaf flekkóttur eftir að nota brúnkukrem?? Trikkið er að skrúbba líkamann allann 2 dögum áður og fjarlægja allar dauðar húðfrumur eða amk.. mestmegnið af þeim.. Bera svo brúnkukremið á beint eftir sturtu, nudda vel og bíða í 5 mín áður en farið er í föt..

sunnudagur, 25. maí 2014

Herbergið tekið í gegn, blogg#2

Við tókum herbergið í gegn hjá stelpunni okkar.
Við byrjuðum á því að mála allt herbergið með lit sem heitir liljugrár en minnir helst á ljós ljós fljólubláann, kommóðuna máluðum við og spreyjuðum hvíta (hún var dökk brún) og límdi svo upphleyfta Hello kitty límmiða á kommóðuna.
Ég fann gamla ramma ofan í skúffu hjá mér sem ég spreyjaði hvíta í háglans,Ég prenntaði út fallegar myndir af hello kitty, klippti þær til og setti í rammana. Fyrstu skórnir hennar hanga uppi á vegg og eru þeir fastir á með kennaratyggjói. Stóra bleika blómið fékk ég í rúmfó og hilluna úr Ikea.




Hrökkbrauð og túnfisksalat blogg#1

Góðan daginn. Þar sem að ég er alltaf yfirfull af hugmyndum þá byrjaði ég á því að festa þær niður á blað. Svo var mér bennt á það að leyfa fleirum að njóta svo hér kemur fyrsta uppskriftin af mörgum vonandi:

Heimatilbúið hrökkbrauð og hollt túnfisksalat.

Mér datt allt í einu í hug að búa til mitt eigið hrökkbrauð þar sem að það virðist vera ómögulegt að finna hrökkbrauð sem inniheldur ekki hafra, soja, möndlur, rúgmjöl eða bygg. Ég er nefninlega algjör ofnæmisgrís og get því ekki borðað hvað sem er.
Jæja ég leitaði í skápunum og athugaði hvað ég ætti nú til og fann husk, sesam fræ, chia fræ, valhnetur og byrjaði á því að setja það í skál, bætti svo við 2 eggjum og smakkaði mér fannst vannta smá sætu í brauðið og bætti því við svolítið af sukrin gold og svo viljum við auðvitað hafa stökka áferð á hrökkbrauðinu svo ég setti smá matarsóda með.. Ég var í svolitlum vandræðum með það á hvaða hita ég vildi hafa þetta svo ég ákvað að hafa ekki mjög háan hita og baka það þá frekar lengur til þess að brauðið myndi nú ekki brenna og viti menn þetta heppnaðist svona ljómandi vel, ég reyndi svo að setja uppskriftina saman á blað og hún lýtur sirka svona út:


3 mtsk husk, 3 mtsk sesam fræ, 2 mtsk chia fræ, 3 mtsk saxaðar valhnetur, 2 egg, 1 mtsk sukrin gold og 1 tsk matarsódi.
Svo er öllu hrært vel saman, hellt á bökunarpappír dreift vel úr. Síðan bakað á blæstri á 140° í 40 mín 






Svo er alltaf gott að setja svolítið sallat ofan á svona brauð svo ég dreyf mig í það. 
Túnfisksalatið inniheldur túnfisk, egg, papriku, rauðlauk og kotasælu. Svo bjó ég til alveg eins salat fyrir mig nema að það inniheldur ekki papriku þar sem að ég er með ofnæmi fyrir henni en það er alls ekkert síðra. Trikkið er í rauninni að nota kotasæluna í staðin fyrir mæjónesið. Það er mun hollara og próteinríkara.