mánudagur, 26. maí 2014

Uppáhalds húsráðin mín, blogg#3

Síðan ég byrjaði að búa þá hef ég lært ýmis húsráð aðalega af ömmu minni, sem hafa mörg hver auðveldað mér heimilislífið til muna.

1# Uppáhalds húsráðið mitt er þegar ég brýt saman rúmföt þá brýt ég saman sænguverin og set þau síðan inn í koddaverin, ég var nefninlega alltaf að týna koddaverunum en núna gerist það aldrei :)



2# Oft þegar ég kveiki á kertum þá lendi ég í vandræðum með stóru kertin mín sem hafa brunnið svolítið niður og erfitt er að ná að kveikja á, þá næ ég mér í ósoðið spagettí og kveiki í því og síðan í kertinu.



3# Ég þoli ekki umbúðir sem eru pakkaðar inn með harðplasti það er ómögulegt að rífa þær og bölvað basl að klippa þær. Ég sá ömmu mína einu sinni nota dósaupptakara til þess að opna slíkar umbúðir það er algjör snilld.

4# Besta leiðin til þess að ná lit af húð t.d. augabrúnalit eða hárlit er að nota ösku af sígarettu og nokkra dropa af vatni og nudda vel, ég veit að það hljómar ekkert gasalega smart en það svínvirkar

5# Brúnkukrem hver kannast ekki við það að verða alltaf flekkóttur eftir að nota brúnkukrem?? Trikkið er að skrúbba líkamann allann 2 dögum áður og fjarlægja allar dauðar húðfrumur eða amk.. mestmegnið af þeim.. Bera svo brúnkukremið á beint eftir sturtu, nudda vel og bíða í 5 mín áður en farið er í föt..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli