Við tókum herbergið í gegn hjá stelpunni okkar.
Við byrjuðum á því að mála allt herbergið með lit sem heitir liljugrár en minnir helst á ljós ljós fljólubláann, kommóðuna máluðum við og spreyjuðum hvíta (hún var dökk brún) og límdi svo upphleyfta Hello kitty límmiða á kommóðuna. Ég fann gamla ramma ofan í skúffu hjá mér sem ég spreyjaði hvíta í háglans,Ég prenntaði út fallegar myndir af hello kitty, klippti þær til og setti í rammana. Fyrstu skórnir hennar hanga uppi á vegg og eru þeir fastir á með kennaratyggjói. Stóra bleika blómið fékk ég í rúmfó og hilluna úr Ikea.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli