sunnudagur, 25. maí 2014

Hrökkbrauð og túnfisksalat blogg#1

Góðan daginn. Þar sem að ég er alltaf yfirfull af hugmyndum þá byrjaði ég á því að festa þær niður á blað. Svo var mér bennt á það að leyfa fleirum að njóta svo hér kemur fyrsta uppskriftin af mörgum vonandi:

Heimatilbúið hrökkbrauð og hollt túnfisksalat.

Mér datt allt í einu í hug að búa til mitt eigið hrökkbrauð þar sem að það virðist vera ómögulegt að finna hrökkbrauð sem inniheldur ekki hafra, soja, möndlur, rúgmjöl eða bygg. Ég er nefninlega algjör ofnæmisgrís og get því ekki borðað hvað sem er.
Jæja ég leitaði í skápunum og athugaði hvað ég ætti nú til og fann husk, sesam fræ, chia fræ, valhnetur og byrjaði á því að setja það í skál, bætti svo við 2 eggjum og smakkaði mér fannst vannta smá sætu í brauðið og bætti því við svolítið af sukrin gold og svo viljum við auðvitað hafa stökka áferð á hrökkbrauðinu svo ég setti smá matarsóda með.. Ég var í svolitlum vandræðum með það á hvaða hita ég vildi hafa þetta svo ég ákvað að hafa ekki mjög háan hita og baka það þá frekar lengur til þess að brauðið myndi nú ekki brenna og viti menn þetta heppnaðist svona ljómandi vel, ég reyndi svo að setja uppskriftina saman á blað og hún lýtur sirka svona út:


3 mtsk husk, 3 mtsk sesam fræ, 2 mtsk chia fræ, 3 mtsk saxaðar valhnetur, 2 egg, 1 mtsk sukrin gold og 1 tsk matarsódi.
Svo er öllu hrært vel saman, hellt á bökunarpappír dreift vel úr. Síðan bakað á blæstri á 140° í 40 mín 






Svo er alltaf gott að setja svolítið sallat ofan á svona brauð svo ég dreyf mig í það. 
Túnfisksalatið inniheldur túnfisk, egg, papriku, rauðlauk og kotasælu. Svo bjó ég til alveg eins salat fyrir mig nema að það inniheldur ekki papriku þar sem að ég er með ofnæmi fyrir henni en það er alls ekkert síðra. Trikkið er í rauninni að nota kotasæluna í staðin fyrir mæjónesið. Það er mun hollara og próteinríkara. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli