Ef maður hefur enga hillu við baðið til þess að setja t.d. sjampó, sápur o.s.f.v.. Má einfaldlega skella annarri þrýstistöng á bakvið hina og hengja á hana körfur með ýmsu baðdóti.
Þetta finnst mér algjör snilld og það verður mitt fyrsta verk að redda mér þrýstistöng sem passar í baðskápinn og jafnvel í eldhússkápinn líka.. Ég ólíkt sumum geymi nefninlega hreinsiefnin sem ég nota á baðinu inni á baði fyrir neðan vaskinn og þetta er frábær leið til þess að bæta við annarri hæð og skapa meira rími fyrir ýmislegt annað dót.
Ef maður er í vandræðum með það hvar skal geyma sléttujárnið er einfaldlega hægt að nota bút af rafmagnsröri og festa á innanverða hurðina t.d. með límbyssu eða nota pappann sem er innan í klósettrúllunni.
Þar til næst --
Engin ummæli:
Skrifa ummæli